Nýr hugbúnaður sem auðveldar umönnun aldraðra og sjúkra er kominn á markaðinn hér á landi. Forritið heitir dala.care og er þróað af hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverki.
Finnur Pálmi Magnússon er vöruþróunarstjóri dala.care. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að búnaðurinn sé byggður á grunni verkefnis sem unnið var fyrir bandaríska hjúkrunar- og þjónustufyrirtækið TheKey. „Við lærðum heilmikið af því að vinna fyrir TheKey. Því þótti okkur tilvalið að þróa vöruna sem sjálfstæða einingu sem hægt væri að bjóða víðar, þar á meðal hér á Íslandi.“
Hann segir að með því að kynna nú lausnina á Íslandi eftir velgengni ytra, sé Gangverk að fara öfuga leið við þá sem flestir hafa farið við þróun hugbúnaðar hér á landi, að þróa fyrst fyrir íslenskan markað og freista svo gæfunnar á erlendum markaði í kjölfarið.
Tekið úr grein af mbl.is. Hægt er að lesa greinina að fullu hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/09/22/allir_fundir_endudu_med_solu/