fbpx
Search

Okkar þjónusta

Þjónustan okkar er persónuleg og sveigjanleg og með það að markmiði að mæta þörfum og óskum einstaklingsins. Hjá okkur starfar fagfólk á heilbrigðis- og félagssviði og almennir starfsmenn sem vinna í teymum og nota ábyrga verkferla. Til að starfsfólk geti veitt framúrskarandi þjónustu og hægt sé að bregðast hratt og örugglega við þjónustubeiðnum er áhersla lögð á þjálfun og fræðslu sem nýtist í daglegu starfi.

Sólarhringsþjónusta
Sólarhringsþjónusta
Sinnum heimaþjónusta veitir sólarhringsþjónustu. Í því felst t.d. að fyrirtækið útvegar starfsfólk til að vera hjá skjólstæðingum yfir nóttina krefjist aðstæður þess.
Umönnun og aðstoð
Umönnun og aðstoð
Um er að ræða mjög víðtæka þjónustu sem felur í sér hverja þá aðstoð sem notandi þjónustunnar þarf við atferli daglegs lífs. Hægt er að fá fjölbreytta umönnun og aðstoð, svo sem við að fara á fætur, taka lyf, sinna persónulegri umhirðu, böðun o.s.frv.
Stoð- og stuðningsþjónusta
Stoð- og stuðningsþjónusta
Starfsmenn Sinnum heimaþjónustu veita hvers kyns heimahlynningu og heimahjúkrun. Unnt er að fá aðstoð frá hjúkrunarfræðingum, þroskaþjálfum, sjúkraliðum eða öðrum heilbrigðisstéttum, allt eftir því hverjar þarfir einstaklingsins eru hverju sinni.
Menning og afþreying
Menning og afþreying
Um er að ræða persónulegan stuðning og aðstoð innan heimilis eða utan til að rjúfa félagslega einangrun og auka virkni einstaklingsins. Hvers kyns samvera getur verið mikilvæg og starfsmenn Sinnum veita með mikilli ánægju aðstoð við bókalestur, bíóferðir, leikhúsferðir, ferðalög eða annað sem styttir stundir.
Hreyfing
Hreyfing
Hreyfing getur breytt sköpum þegar kemur að andlegri og líkamlegri vellíðan, hún bætir heilsu og eykur líkur á hollum lífsstíl. Starfsfólk okkast aðstoðar við þjálfun líkt og styrktaræfingar, gönguferðir og sundferðir eða hverja þá hreyfingu sem skjólstæðingar okkar velja sér.
Útréttingar
Útréttingar
Hægt er að fá aðstoð við hvers kyns útréttingar eða viðvik eins og að fara til læknis og versla inn. Eins sækjast sífellt fleiri eftir aðstoð við að versla á Netinu. Starfsmenn Sinnum heimaþjónustu geta bæði tekið að sér að annast slík viðvik eða veitt notendum stuðning við að gera slíkt sjálfir, svo sem með því að keyra viðkomandi og aðstoða hann við að komast leiðar sinnar.
Þrif og heimilisaðstoð
Þrif og heimilisaðstoð
Starfsfólk Sinnum sinnir þrifum og annarri heimilisaðstoð tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum. Í því felst almenn tiltekt, afþurrkun, þvottur, rúmfataskipti, þrif á gólfum, baðherbergi, skápum, gluggum og annað sem getur fallið til.
Máltíðir og næring
Máltíðir og næring
Veitt er aðstoð við undirbúning og frágang vegna máltíða og ráðgjöf og aðstoð við að nærast. Einnig er veitt aðstoð við skipulag og innkaup vegna máltíða. Fyrir eldra fólk sem er veikt eða borðar lítið þarf að gera einstaklingsbundnar ráðstafanir til að uppfylla næringarþörf og koma í veg fyrir vannæringu. Góð næring stuðlar að góðri heilsu og vellíðan.
Stuðningur við aðstandendur
Stuðningur við aðstandendur
Komi upp þær aðstæður að aðstandendur ná ekki að sinna sínum nánustu með þeim hætti sem þeir kjósa, svo sem vegna anna eða fjarveru, þá hlaupa starfsmenn Sinnum heimaþjónustu í skarðið hvort sem er til lengri tíma eða skemmri.

Við sinnum þjónustu allan sólarhringinn