fbpx
Search

Aðstoðarfólk óskast á Akureyri

Sinnum heimaþjónusta óskar eftir aðstoðarfólki á Akureyri fyrir 54 ára einstakling með MND og er í öndunarvél. Starfið byggist á stefnu Sinnum sem er að veita einstaklingsmiðaða, persónulega og sveigjanlega þjónustu svo hægt sé að mæta þörfum einstaklingsins í því umhverfi sem hann er í.

Vinnutilhögun

  • Vaktavinna – fullt starf eða hlutastarf og afleysingar
  • Starfshlutfall er samkomulag
  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoð við félagslega og heilsufarslega þætti
  • Aðstoð við daglegar athafnir, gefa lyf og næringu í sonduhnapp, slímlosun með hóstavél.
  • Aðstoð við skipulagningu

Hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskumælandi
  • Hreint sakavottorð
  • Stundvísi, sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði, jákvæðni og þolinmæði
  • Engar menntunarkröfur
  • Reynsla og þekking á MND sjúkdómnum er kostur

Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um óháð uppruna, aldri og kyni. Umsókn sendist á sinnum@sinnum-is.niles.shared.1984.is og skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Launataxtar eru samkvæmt kjarasamningi SA og Eflingar.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Björk Hlöðversdóttir mannauðsstjóri í s. 775 2003, thorah@sinnum-is.niles.shared.1984.is
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. 

Fleiri fréttir

Hátíðarkveðja

Starfsfólk Sinnum heimaþjónustu óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir viðskiptin á árinu sem

Nánar »