Einstaklingsmiðuð heimaþjónusta
Áhersla okkar er að bregðast hratt og örugglega við þjónustubeiðnum
Þjónusta Sinnum









UM SINNUM
Markmið okkar hjá Sinnum er að auka lífsgæði einstaklinga með heimaþjónustu sem þeir þurfa á að halda og geta treyst á og stuðla með því að heilbrigðara og hamingjusamara lífi.
Okkar reynsla. Sinnum hefur boðið upp á alhliða heimaþjónustu fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda við daglegt líf í 17 ár. Í dag erum við leiðandi í heimaþjónustu á Íslandi og bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu allan sólarhringinn. Viðskiptavinir okkar eru sveitarfélög, stofnanir og einstaklingar.
Sinnum hefur brennandi áhuga á að aðstoða einstaklinga í eigin búsetu svo þeir geti búið heima eins lengi og kostur er. Aldurssamsetning þjóðarinnar mun halda áfram að breytast og fyrirsjáanlegt að öldruðum fjölgar á næstu áratugum. Þessa þróun má rekja til hærri lífaldurs og færri fæðinga hér á landi. Reiknað er með að hlutfall fólks 67 ára og eldra af mannfjölda verði orðið 19% árið 2040 og aldraðir um 76.000. Árið 2060 er gert ráð fyrir að hlutfall aldraðra verði orðið 22% eða um 97.000 manns. Velferðarsamfélög stuðla að því að aldraðir geti búið heima sem lengst og lifað sjálfstæðu lífi.


Hvernig virkar þjónustan hjá Sinnum?
Þjónustan okkar er einstaklingsmiðuð, persónuleg og sveigjanleg og með það að markmiði að mæta þörfum og óskum einstaklingsins.

Þú hefur samband
við okkur í síma eða með því að smella á hnappinn Hefjumst handa.
Við mælum okkur mót og metum þjónustuþarfir
Starfsmaður okkar kemur í heimsókn til þín eða tekur á móti þér og/eða aðstandendum þínum á skrifstofu Sinnum.
Þú færð skilgreindan ábyrgðaraðila og þjónustan er sett af stað
Allir þjónustunotendur hafa skilgreindan ábyrgðaraðila. Lögð er áhersla á sveigjanleika, gott upplýsingaflæði og að þjónustunotendur hafi sama starfsmanninn/sömu starfsmennina í eins miklum mæli og mögulegt er.
Þjónustuverið er opið alla daga frá 07.00 - 22.00

Umsagnir viðskiptavina
Fréttir
Viðurkenningar

Starfsleyfi
Gæða og eftirlitsstofnun

Öryggi á vinnustað
Vinnueftirlitið

Jafnlaunastaðfesting
Jafnréttisstofa
Spurt og svarað
Allt sem þú þarft að vita um þjónustuna og innheimtu. Finnurðu ekki svarið sem þú ert að leita að?
Móðir mín er að koma af sjúkrahúsi á morgun og þarf ýmis konar persónulega aðstoð til að komast í gegnum daginn. Getið þið veitt aðstoð með svo skömmum fyrirvara?
Almennt getur Sinnum heimaþjónusta veitt aðstoð með mjög litlum fyrirvara. Lögð er áhersla á viðbragðsflýti og sveigjanlega þjónustu til að unnt sé að mæta þörfum einstaklingsins.
Ég á orðið mjög erfitt með að sjá sjálf um þrifin á eigin heimili og eftir að ég varð slæm í bakinu get ég illa þrifið gólfin og baðherbergið. Hvað kostar að fá ykkur til að annast vikuleg þrif?
Í sumum tilvikum greiða sveitarfélög fyrir þá þjónustu sem Sinnum heimaþjónusta veitir og er þá aðallega um að ræða tilvik þar sem einstaklingar, vegna öldrunar, fötlunar eða sjúkdóma, hafa fengið þjónustumat hjá sínu sveitarfélagi. Í þeim tilvikum greiða sveitarfélögin fyrir þrifin. Ef einstaklingur er ekki með þjónustumat frá sínu sveitarfélagi greiðir hann sjálfur fyrir þrifin og fer gjaldið þá eftir stærð heimilisins og umfangi þrifanna. Nákvæmara verð fæst uppgefið hjá þjónustustjóra í s: 519 1400.
Við hjónin eigum orðið erfitt með að elda okkar eigin kvöldmat og þar að auki eigum við það til að gleyma að taka lyfin okkar síðdegis. Er hægt að fá aðstoð frá ykkur við að elda matinn og aðstoða okkur við að taka lyfin?
Slíka aðstoð er hægt að veita með litlum fyrirvara bæði til lengri tíma og skemmri. Þegar um er að ræða aldraða, fatlað fólk eða sjúka er þjónustan oft greidd af viðkomandi sveitarfélagi en annars er hún greidd af notandanum sjálfum.
Ég bý einn og á erfitt með að sinna minni daglegu umhirðu. Mér finnst of lítið að fá böðun einu sinni í viku sem ég fæ nú frá heimahjúkrun og myndi gjarnan vilja fá böðun þrisvar í viku. Get ég keypt böðun frá ykkur tvisvar í viku?
Sjálfsagt mál. Slíka aðstoð er hægt að veita með litlum fyrirvara bæði til lengri og skemmri tíma.
Ég er að fara í sumarfrí í 3 vikur og hef áhyggjur af öldruðum föður mínum sem býr einn. Gætuð þið tekið að ykkur að annast hann í þann tíma sem ég er í burtu?
Hægt er að gera heildarsamninga við Sinnum heimaþjónustu þar sem veitt er mjög víðtæk þjónusta til lengri eða skemmri tíma. Sé um að ræða marga þjónustuþætti þá gerum við tilboð í heildarþjónustuna.
Allt sem þú þarft að vita um þjónustuna og innheimtu. Finnurðu ekki svarið sem þú ert að leita að?