fbpx
Search

 Jafnlaunastefna Sinnum 

 Jafnlaunastefnan er hluti af almennri launa- og jafnréttisstefnu Sinnum. Markmið hennar er að tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt milli kynja við launaákvarðanir. Starfsfólki skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt eða sambærileg störf. 

Jafnlaunakerfi Sinnum byggir á jafnlaunastaðfestingu og tekur til alls starfsfólks. Fyrirtækið skuldbindur sig til að sinna stöðugu eftirliti með jafnlaunakerfinu. Hafi stefnu fyrirtækisins ekki verið fylgt eftir er brugðist við og unnið að umbótum. 

Jafnlaunastefna Sinnum tryggir réttindi og skyldur sem jafnlaunakerfið byggir á og sem fram koma í lögum og reglum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að fylgja viðeigandi kröfum um að öllum skulu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni og fylgir þeim jafnlaunamarkmiðum sem sett hafa verið. 

Framkvæmdastjóri sem jafnframt er umsjónaraðili kerfisins hugar að umbótum í hvívetna, gerir launagreiningu að minnsta kosti einu sinni á tímabilinu og heldur rýnifundi með mannauðsstjóra sem fer fram einu sinni á ári þar sem farið er yfir árangur jafnlaunakerfis, stefnu og markmið og gerðar umbætur og breytingar ef þörf er á. 

Jafnlauna- og jafnréttisstefna Sinnum er kynnt reglulega starfsfólki Sinnum og nýtt starfsfólk fær kynningu við upphaf starfs. Stefnurnar eru aðgengilegar í gæðakerfi fyrirtækisins. 

Jafnlaunastefnan er aðgengileg almenningi. 

Ragnheiður Björnsdóttir framkvæmdastjóri 

Fleiri fréttir

Hátíðarkveðja

Starfsfólk Sinnum heimaþjónustu óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir viðskiptin á árinu sem

Nánar »