Frétt sem birtist fyrst á vef Hafnfirðings.
Hjá Sinnum heimaþjónustu við Ármúla 9 í höfuðborginni hefur undanfarin 11 ár verið unnið að því að byggja upp fjölþætta velferðarþjónustu og veita alhliða þjónustu fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna. Stefnan fyrirtækisins er að veita einstaklingsmiðaða, persónulega og sveigjanlega þjónustu. Ásamt því að veita heimaþjónustu heftur starfsfólk Sinnum annast vinnuprófanir samkvæmt samningi við VIRK starfsendurhæfingarsjóð frá árinu 2013. Ráðgjafi Sinnum í starfsendurhæfingu útvegar skjólstæðingum VIRK tímabundin störf og sér um ráðgjöf og eftirfylgni. „Við tryggjum góða og samfellda þjónustu með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi og bjóðum upp á aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, allt frá aðhlynningu og liðveislu til þrifa. Þjónustan er sveigjanleg með það að markmiði að mæta þörfum og óskum einstaklingsins,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri.
150 þjónustunotendur
Þjónustunotendur eru í kringum 150 talsins og eru viðskiptavinirnir sveitarfélög, stofnanir og einstaklingar (m.a. með beingreiðslusamninga) sem gera samninga til lengri eða skemmri tíma. Hluti þjónustunotenda Sinnum fullnýtir þjónustuna sem þeir eiga rétt á hjá sínu sveitarfélagi og auka lífsgæði sín svo enn meira með því að fá viðbótarþjónustu frá Sinnum sem þeir eða aðstandendur greiða fyrir. „Okkar markmið snýst um að búa einstaklingnum og fjölskyldu hans umgjörð sem veitir aukið öryggi í eigin búsetu. Um leið hefur einstaklingurinn aukið val og/eða frelsi og getur sjálfur verið virkari þátttakandi í samfélaginu. Í því geta falist mikil lífsgæði.“
Ragnheiður segir að starfsfólkið finni fyrir auknum vilja viðskiptavina um að geta valið einstaklinga sem veita aðstoðina og tímasetninguna sem þjónustan fer fram á og komið sé til móts við þær væntingar. „Eftirspurnum um þjónustu, líkt og þrif, öryggis- og næringarinnlit og aðstoð við böðun hefur fjölgað mikið hjá okkur. Mannauðs- og gæðamál eru okkur líka hugleikin og hefur fyrirtækið á undanförnum árum gengið í gegnum mikilvægt þróunar- og umbótastarf sem hefur skilað sér í bættri þjónustu.“ Embætti landlæknis hafi gerti úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Sinnum og sé skýrslan aðgengileg á vef embættisins og á heimasíðu Sinnum. Úttektin tók meðal annars til atriða sem varða stefnu, þjónustumál, gæði, öryggi, skráningu, meðhöndlun frávika og kvartana, mannauðsmál og starfsumhverfi.
Þjálfun starfsfólks og námskeið mikilvæg
Mikil áhersla er lögð á þjálfun starfsmanna hjá Sinnum og sækja þeir ýmis konar námskeið og fræðsluerindi, líkt og skyndihjálparnámskeið, námskeið í líkamsbeitingu og í sýkingarvörnum. „Í verkefnum sem eru sérstaklega faglega krefjandi er meiri tími lagður í undirbúning svo þau líkt og önnur okkar verkefni standist gæðakröfur fyrirtækisins. Teymið fær í þeim tilvikum sérhæfðari fræðslu og kennslu á tækjabúnað í samvinnu við fagaðila. Umönnunaraðilar einstaklinga í öndunarvél sækja regluleg námskeið í Hermisetri LSH þar sem fram fer bókleg og verkleg þjálfun,“ segir Ragnheiður og bætir við að búið sé að því að hafa öflugan hóp starfsfólks sem leggi mikið upp úr fagmennsku og sveigjanleika. „Þar sem teymið okkar er fjölmennt og vel þjálfað er almennt hægt að bregðast hratt og örugglega við þjónustubeiðnum sem berast til okkar. Hjá fyrirtækinu starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, sjúkraliðar, félagsliðar og almennt starfsfólk sem býr yfir dýrmætri reynslu.“
Þá séu þjónustunotendur viljugir til að veita fyrirtækinu umsagnir og þær er að finna í kynningarbæklingi sem hægt er að fá sendan heim, en einnig á heimasíðu og Facebooksíðu fyrirtækisins. „Þessar umsagnir eru okkur afar dýrmætar þar sem við leggjum áherslu á framúrskarandi þjónustu. Það er öllum velkomið að hafa samband og óska eftir fundi með okkur og fundir með stjórnendum Sinnum er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.“
Nánari upplýsingar:
sinnum@sinnum.is