Nýr hug­búnaður sem auðveld­ar umönn­un aldraðra og sjúkra

Nýr hug­búnaður sem auðveld­ar umönn­un aldraðra og sjúkra er kom­inn á markaðinn hér á landi. For­ritið heit­ir dala.care og er þróað af hug­búnaðarfyr­ir­tæk­inu Gang­verki.

Finn­ur Pálmi Magnús­son er vöruþró­un­ar­stjóri dala.care. Hann seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að búnaður­inn sé byggður á grunni verk­efn­is sem unnið var fyr­ir banda­ríska hjúkr­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tækið TheKey. „Við lærðum heil­mikið af því að vinna fyr­ir TheKey. Því þótti okk­ur til­valið að þróa vör­una sem sjálf­stæða ein­ingu sem hægt væri að bjóða víðar, þar á meðal hér á Íslandi.“

Hann seg­ir að með því að kynna nú lausn­ina á Íslandi eft­ir vel­gengni ytra, sé Gang­verk að fara öf­uga leið við þá sem flest­ir hafa farið við þróun hug­búnaðar hér á landi, að þróa fyrst fyr­ir ís­lensk­an markað og freista svo gæf­unn­ar á er­lend­um markaði í kjöl­farið.

Tekið úr grein af mbl.is. Hægt er að lesa greinina að fullu hér:

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/09/22/allir_fundir_endudu_med_solu/

Fleiri fréttir

Skráðu þig á póstlistann okkar