Grunngildi í starfi Sinnum

Traust – Fagmennska – Eldmóður - Hlýleiki

Sinnum var stofnað árið 2008 og er því elsta heimaþjónustu fyrirtæki landsins. Viðskiptavinir Sinnum
eru sveitafélög og einstaklingar sem kaupa þjónustu beint frá fyrirtækinu og greiða þá fyrir hana sjálfir, m.a. einstaklingar með beingreiðslusamninga. Okkar leiðarljós er að bjóða upp á fjölþætta velferðarþjónustu til einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda við daglegt líf.

Þjónusta okkar er einstaklingsmiðuð, persónuleg og sveigjanleg og hefur það að markmiði að mæta þörfum og óskum notenda og aðstandenda. Þjónusta í boði, stuðningsþjónusta og virkni, hreyfing og afþreying, umönnun og aðhlynning, næringar- og öryggisinnlit, þrif, heimilisaðstoð og útréttingar. Ef þú hefur áhuga á að fá teymisstjóra heim til þess að fara yfir þjónustuna sem við hjá Sinnum bjóðum upp á þá hafðu samband, heimsóknin er án endurgjalds. Áhersla okkar er að bregðast hratt við þjónustubeiðnum.

Hikaðu ekki við að að hafa samband og fá ráðgjöf. Þú finnur okkur einnig á Facebook.

Sinnum ehf. hefur starfsleyfi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, GEF, til að sinna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (sbr. lög nr. 38/2018) og félagsþjónustu sveitarfélaga (sbr. lög nr. 40/1991).

Þjónusta í boði

hjarta

Aðhlynning

thrif

Þrif og heimilisaðstoð

hreyfing

Hreyfing

hond

Stuðningur við aðstandendur

kross

Umönnun og aðstoð

bill

Útréttingar

Liðveisla

Stuðningsþjónusta

matur

Máltíðir og næring

klukka

Sólarhringsþjónusta

bok

Afþreying