Velkomin á vefsíðu Sinnum

Sinnum var stofnað árið 2008 og er því elsta heimaþjónustu fyrirtæki landsins. Okkar leiðarljós er að bjóða upp á fjölþætta velferðarþjónustu til einstaklinga sem vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna þurfa á einhvers konar þjónustu og aðstoð að halda við daglegt líf eða til að gera búið heima.

Viðskiptavinir Sinnum eru sveitafélög og einstaklingar sem kaupa þjónustu beint frá fyrirtækinu og greiða þá fyrir hana sjálfir, m.a. einstaklingar með beingreiðslusamninga. Fyrirspurnum um þjónustu er svarað í gegnum síma og tölvupóst. Boðið er upp á ráðgjöf heim án endurgjalds.

Sinnum hefur starfrækt vinnuprófanir á vinnustað með samningi við virk starfsendurhæfingarsjóð frá 2013. Í vinnuprófunum er markvisst verið að vinna með þjálfun og aðlögun einstaklingsins aftur að vinnumarkaði eftir fjarveru vegna veikinda eða annarra ástæða, þjálfa hann upp í að mæta í vinnu, eiga samskipti á vinnustað og vinna að verkefnum. Sérfræðingur í vinnuprófunum er Vala Rut Friðriksdóttir.

Rík áhersla er lögð á persónulega, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu með það að markmiði að mæta þörfum einstaklingsins í því umhverfi sem hann er í hverju sinni.


Sinnum óskar þjónustunotendum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.

Jólakveðja

Þjónusta í boði

hjarta

Aðhlynning

thrif

Þrif og heimilisaðstoð

hreyfing

Hreyfing

hond

Stuðningur við aðstandendur

kross

Umönnun og aðstoð

bill

Útréttingar

greida

Snyrting

Liðveisla

Liðveisla

matur

Máltíðir og næring

klukka

Sólarhringsþjónusta

bok

Afþreying