Search

Hægt er að fá aðstoð við hvers kyns útréttingar eða viðvik eins og að fara til læknis og versla inn. Eins sækjast sífellt fleiri eftir aðstoð við að versla á Netinu. Starfsmenn Sinnum heimaþjónustu geta bæði tekið að sér að annast slík viðvik eða veitt notendum stuðning við að gera slíkt sjálfir, svo sem með því að keyra viðkomandi og aðstoða hann við að komast leiðar sinnar.