Umfjöllun

Ragnheiður ráðin framkvæmdastjóri Sinnum

By: | Tags: | Comments: 0 | December 6th, 2018

Ragnheiður Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sinnum ehf. Ragnheiður hóf störf hjá fyrirtækinu sem þjónustustjóri árið 2013 en hefur síðustu 4 ár verið deildarstjóri heimaþjónustu. Ragnheiður hefur lokið M.A. námi í stjórnun og eflingu mannauðs frá Háskólanum í Reykjavík.