fbpx
Search

Stefna &

markmið

Starfsfólk ber ábyrgð á að veita framúrskarandi þjónustu og vinna að jákvæðri ímynd Sinnum út á við. Við leggjum okkur fram um að vera í góðu sambandi við notendur þjónustunnar og tryggjum að þeir séu ávallt vel upplýstir um þá þjónustu sem við veitum og getum veitt.

Starfsmannastefna

Sinnum

Markmið starfsmannastefnunnar er að Sinnum hafi yfir að ráða hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Ábyrgðarmenn stefnunnar eru stjórnendur og bera þeir jafnframt ábyrgð á að starfsmenn þekki stefnuna og framfylgi henni.


Gott starfsfólk er grunnurinn að góðum fyrirtækjum. Starfsmenn eru því ein helsta auðlind Sinnum. Með því að leggja áherslu á gott
starfsmannaval, jafnrétti, gott starfsumhverfi, upplýsingastreymi, frumkvæði, endurgjöf, trúnað, fræðslu og starfsþróun þá sköpum við skemmtilegan vinnustað sem endurspeglar þau gildi sem við höfum að leiðarljósi.

Fræðslustefna fyrirtækisins: Leggur áherslu á sameiginlega ábyrgð starfsfólks og stjórnenda á starfsþróun. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér þá fræðslu sem fyrirtækið býður upp á og námskeið stéttarfélaga. Hafa þarf samráð við næsta yfirmann ef áhugi er fyrir því að sækja fræðslu utan vinnustaðar. Fræðsla skal þjóna hagsmunum beggja aðila. Starfsfólk hefur eftirfarandi gildi að leiðarljósi í öllum sínum störfum:

  • Traust: Viðskiptavinir og starfsfólk getur treyst á þagmælsku og heiðarleika.
  • Fagmennska: Viðskiptavinir og samstarfsfólk getur treyst á fagmennsku. Allir eru þar jafn mikilvægir.
  • Eldmóður: Við erum lausnamiðuð og jákvæð gagnvart viðskiptavinum og samstarfsfólki.
  • Hlýleiki: Við sýnum viðskiptavinum og samstarfsfólki hlýleika með því að taka vel á móti þeim, horfa í augun á þeim og sýna þeim einlægan áhuga.

Við fylgjum því eftirfarandi áherslum;

  • Við löðum til okkar, ráðum og höfum á að skipa hæfu starfsfólki.
  • Við nýráðningar skal leitast við að auka fjölbreytni í menntun og reynslu.
  • Við nýráðningu er starfsfólk þjálfað og upplýst eins og kostur er.
  • Stuðla skal að góðum samskiptum meðal starfsfólks, jákvæðni, virðingu og hrósi.
  • Stuðla skal að frumkvæði, ábyrgð starfsfólks og góðum starfsanda.
  • Jafnréttis skal gætt í hvívetna og tryggja skal öllum kynjum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa,stöðuhækkanna og þjálfunar.
  • Starfsfólki skal tryggt gott starfsumhverfi.
  • Tryggja skal öflugt upplýsingastreymi milli stjórnenda og starfsfólks um málefni og störf fyrirtækisins.
  • Lögð er áhersla á að starfsfólk sýni hvert öðru og fyrirtækinu trúnað.
  • Starfsfólk skal eiga möguleika á að vaxa og dafna í starfi.
  • Fræðsluáætlun skal vera gefin út ár hvert sem er unnin að lokinni þarfagreiningu sem fer fram með samtölum við stjórnendur og rafrænni könnun sem er send út á alla starfsmenn á haust mánuðum.

Stefna og viðbragðsáætlun

Sinnum

Gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri eða kynbundinni áreitni.
Í öllu starfi Sinnum ehf kt. 550708-1160 (hér eftir Sinnum eða fyrirtækið) er lögð rík áhersla á öruggt, snyrtilegt og gott starfsumhverfi þar sem hver og einn starfsmaður er metinn að verðleikum. Starfsfólk vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Viðbragðsáætlun við einelti og annarri sálfélagslegri áreitni er frekari útfærsla á því markmiði.

Einelti og önnur sálfélagsleg áreitni, svo sem kynbundin, kynferðisleg áreitni og ofbeldi er óheimil og verður undir engum kringumstæðum umborin hvort heldur er á milli vinnufélaga, stjórnenda, viðskiptavina eða af hálfu annarra aðila sem starfsfólk gæti átt samskipti við í tengslum við starf sitt. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt fordæmd

Fræðslustefna fyrirtækisins: Leggur áherslu á sameiginlega ábyrgð starfsfólks og stjórnenda á starfsþróun. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér þá fræðslu sem fyrirtækið býður upp á og námskeið stéttarfélaga. Hafa þarf samráð við næsta firmann ef áhugi er fyrir því að sækja fræðslu utan vinnustaðar. Fræðsla skal þjóna hagsmunum beggja aðila. Starfsfólk hefur eftirfarandi gildi að leiðarljósi í öllum sínum störfum:

  • Traust: Viðskiptavinir og starfsfólk getur treyst á þagmælsku og heiðarleika.
  • Fagmennska: Viðskiptavinir og samstarfsfólk getur treyst á fagmennsku. Allir eru þar jafn mikilvægir.
  • Eldmóður: Við erum lausnamiðuð og jákvæð gagnvart viðskiptavinum og samstarfsfólki.
  • Hlýleiki: Við sýnum viðskiptavinum og samstarfsfólki hlýleika með því að taka vel á móti þeim, horfa í augun á þeim og sýna þeim einlægan áhuga.

Stefnan og viðbragðsáætlunin er sett á grundvelli 38. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Skilgreiningar
Skilgreining Sinnum á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015.

Allt það einelti, áreitni eða ofbeldi sem við skilgreinum getur verið orðbundin, táknræn eða líkamleg. Það getur einkennst af misnotkun á valdi eða stöðu, andlegri kúgun og að sjálfsvirðingu sé misboðið, framkomu sem ætlað er að knýja einstaklinga til undirgefni og gera lítið úr þeim, endurtekinni áreitni og niðurlægingu fyrir þann sem fyrir áreitninni verður og hefur neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu viðkomandi.

  • Einelti: Síendurtekin hegðun sem veldur vanlíðan, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
  • Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi.
  • Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna.
  • Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.
  • Önnur ótilhlýðileg háttsemi: Hver sú endurtekna hegðun eða hegðunarmynstur sem veldur óþægindum eða vanlíðan.
  • Ágreiningur vegna verkefna: Er þegar mismunandi skoðanir eða ólíkir hagsmunir takast á. Slíkur ágreiningur telst ekki óviðeigandi hegðun eða áreiti, en ef slíkur ágreiningur magnast án þess að gripið sé inn í getur hann leitt til eineltis, áreitis eða ofbeldis á vinnustað.
  • Grín og daður: Telst ekki vera áreitni nema hegðunin sé óvelkomin, hvorki gagnkvæm né á jafnréttisgrundvelli eða til smækkunar. Slík hegðun má þó ekki magnast og starfsmenn þurfa að setja skýr mörk.
  • Þolandi: Sá aðili sem verður fyrir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldi. Þar til að rannsókn á máli er lokið er notast við hugtakið „meintur þolandi“.
    Gerandi: Sá aðili sem beitir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldi. Þar til að rannsókn á máli er lokið er notast við hugtakið „meintur gerandi“.