Umfjöllun

5Feb, 2020

Samningur á milli Sinnum og Virk – Starfsendurhæfingarsjóðar

By: | Tags:

Sinnum hefur verið í samstarfi við Virk – Starfsendurhæfingarsjóð frá árinu 2013. Í dag 23. janúar 2020 var gengið frá samningi um áframhaldandi samvinnu. Vinnuprófun Sinnum veitir fólki tækifæri til að kanna stöðu sína, setja sér raunhæf markmið og prófa sig áfram á vinnumarkaðinum. Vinnuprófanir eru ætlaðar öllum þeim sem hafa verið án atvinnu í einhvern tíma, svo sem vegna veikinda eða langtímaatvinnuleysis og fer fram með stuðningi fagaðila sem fylgir einstaklingnum frá upphafi til enda.
READ MORE

5Feb, 2020

Fjölþætt og einstaklingsmiðuð veferðarþjónusta

By: | Tags:

Frétt sem birtist fyrst á vef Hafnfirðings. Hjá Sinnum heimaþjónustu við Ármúla 9 í höfuðborginni hefur undanfarin 11 ár verið unnið að því að byggja upp fjölþætta velferðarþjónustu og veita alhliða þjónustu fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna. Stefnan fyrirtækisins er að veita einstaklingsmiðaða, persónulega og sveigjanlega þjónustu. Ásamt því að veita heimaþjónustu heftur starfsfólk Sinnum annast vinnuprófanir samkvæmt samningi við VIRK starfsendurhæfingarsjóð frá árinu 2013. Ráðgjafi Sinnum í starfsendurhæfingu útvegar skjólstæðingum VIRK tímabundin störf og sér um ráðgjöf og eftirfylgni. […]
READ MORE

5Feb, 2020

Þarftu aðstoð við daglegt líf?

By: | Tags:

Frétt sem birtist fyrst á vef Kópavogsblaðsins. Sinnum heimaþjónusta hefur unnið að því síðustu ellefu ár að byggja upp fjölþætta velferðarþjónustu. Þjónustan er hugsuð fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda sökum aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna.  Ásamt því að veita heimaþjónustu annast Sinnum vinnuprófanir fyrir VIRK starfsendurhæfingarsjóð. Ráðgjafi Sinnum útvegar skjólstæðingum VIRK tímabundin störf ásamt því að sjá um ráðgjöf og eftirfylgni. Stefna Sinnum er að veita einstaklingsmiðaða, persónulega og sveigjanlega þjónustu svo mæta megi þörfum og óskum hvers skjólstæðings. „Góð og samfelld þjónusta með hagsmuni skjólstæðinganna […]
READ MORE

24Oct, 2019

Einstaklingsmiðuð þjónusta hjá Sinnum

By: | Tags:

Frétt á vef Fréttablaðsins, sjá nánar. Sinnum heimaþjónusta veitir alhliða þjónustu fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna. Ragnheiður Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Sinnum, segir fyrirtækið hafa unnið að því síðustu ellefu ár að byggja upp fjölþætta velferðarþjónustu. Stefna Sinnum er að veita einstaklingsmiðaða, persónulega og sveigjanlega þjónustu til lengri eða skemmri tíma, allt eftir hentugleika. Umfang Sinnum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. „Við erum í samstarfi við fjölmörg sveitarfélög og einstaklinga og eru þjónustunotendur í kringum 150 […]
READ MORE

6Dec, 2018

Ragnheiður ráðin framkvæmdastjóri Sinnum

By: | Tags:

Ragnheiður Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sinnum ehf. Ragnheiður hóf störf hjá fyrirtækinu sem þjónustustjóri árið 2013 en hefur síðustu 4 ár verið deildarstjóri heimaþjónustu. Ragnheiður hefur lokið M.A. námi í stjórnun og eflingu mannauðs frá Háskólanum í Reykjavík.
READ MORE

27Jun, 2015

Úttekt Landlæknis á gæðum og þjónustu Sinnum

By: | Tags:

Embætti Landlæknis hefur nú lokið úttekt á gæðum og öryggi þjónustu hjá Sinnum heimaþjónustu ehf. Stjórnendur Sinnum lýsa yfir ánægju sinni með niðurstöður úttektarinnar og þakka Embætti Landlæknis góðar ábendingar sem notaðar verða í þróunar- og umbótarstarfi innan fyrirtækisins á næstu misserum. Einnig þakkar Sinnum Embætti Landlæknis góða samvinnu við gerð úttektarinnar.  Skýrslan er komin á vef embættisins og má nálgast hér.
READ MORE