Þjónusta okkar er persónuleg og sveigjanleg og með það að markmiði að mæta þörfum og óskum einstaklingsins. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega fjörtíu einstaklingar með fjölbreytta menntun og bakgrunn, fagfólk á heilbrigðis- og félagssviði, en einnig almennir starfsmenn sem vinna í teymum og nota ábyrga vinnuferla.
Áhersla er lögð á reglulega þjálfun starfsmanna og er gefin út fræðsluáætlun á hverju ári. Þar sem teymin eru vel þjálfuð er almennt hægt að bregðast hratt og örugglega við þjónustubeiðnum.