Hver erum við?

HVER ERUM VIÐ

Skrifstofur fyrirtækisins eru í Ármúla 9, 108 Reykjavík. Þjónustan er veitt á höfuðborgarsvæðinu öllu og í nágrenni.

Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Sinnum og  Ragnheiður Björnsdóttir er deildarstjóri heimaþjónustu, mannauðs- og gæðamála. Ragnheiður er hjúkrunarfræðingur og hefur lokið meistaraprófi í stjórnun og eflingu mannauðs.

Þjónustu- og teymisstjórar eru Gyða María Marvinsdóttir, Ingibjörg Rafnsdóttir B.A. í félagsráðgjöf, Lára María Valgerðardóttir B.A. í uppeldis- og menntunarfræði og sjúkraliði, Þórdís Gunnarsdóttir B.A. í mannfræði og Elísabet Jenný Hilmarsdóttir félagsliði.

Vala Rut Friðriksdóttir B.S. í sálfræði  er sérfræðingur á sviði Vinnuprófana.

Hjá fyrirtækinu starfa um 30 starfsmenn, bæði faglærðir starfsmenn og almennir starfsmenn, þ.á.m. hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar, sjúkraliðar og félagsliðar.

Stofnendur og eigendur Sinnum ehf. eru Ásdís Halla Bragadóttir, MPA og MBA og Ásta Þórarinsdóttir hagfræðingur, jafnframt á Kristinn ehf um þriðjung í félaginu.

Í stjórn Sinnum eru Ásta Þórarinsdóttir formaður, Ásdís Halla Bragadóttir og Einar Sigurðsson.